Vinnur í annað hvert skipti

„Skemmtilegt fólk, falleg leið. Bara mjög gaman,“ sagði Þórdís.
„Skemmtilegt fólk, falleg leið. Bara mjög gaman,“ sagði Þórdís. mbl.is/Ari Páll Karlsson

Hjólreiðakeppnin Morgunblaðshringurinn fór fram í kvöld þar sem hjólað var við Rauðavatn, Há­deg­is­hæð og Para­dísar­dal yfir stutt­ar en brattar brekk­ur.

Þórdís Björk Georgsdóttir, sigurvegari elite-kvennaflokks, sagðist hress þegar mbl.is náði tali af henni eftir verðlaunaafhendinguna. Hún keppti fyrir hönd Brettafélags Hafnarfjarðar.

„Þetta var bara mjög gaman, skemmtilegt fólk, falleg leið. Bara mjög gaman.“

Erfiðasti hjallinn að hennar sögn voru brekkurnar upp en brekkurnar niður í móti „töluvert skemmtilegri“.

Langt frá því að vera hætt

Þetta er í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í Morgunblaðshringinum en fjórða skipti sem hún tekur þátt í XC keppni. Hefur hún einu sinni áður farið með sigur af hólmi í slíkri keppni og er því komin með tvennu eftir að hafa keppt fjórum sinnum í heildina. Hún segist þó langt frá því að vera hætt.

„Já ég ætla að gera meira af þessu. Æfa meira þolið og svona.“

Og vinna aftur?

„Jebb og vinna aftur.“

Og þú ert með fimmtíu prósenta sigurhlutfall núna.

„Já, eins og er. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni,“ segir Þórdís glöð í bragði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert