Ekki verið djassbúlla í Reykjavík í 15 ár

Gestir njóta þess að sitja fyrir utan staðinn á góðviðrisdögum.
Gestir njóta þess að sitja fyrir utan staðinn á góðviðrisdögum.

Athafnamaðurinn Jón Mýrdal hefur opnað tvo tónleikastaði í sumar, sem verður að teljast nokkurt afrek á tímum samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar. Djassbúllan Skuggabaldur hefur slegið í gegn frá því hún var opnuð í Pósthússtræti fyrir um það bil mánuði og bæta hefur þurft í dagskrána, en tónleikastaðurinn Húrra náði aðeins opnunarhelginni áður en breyta þurfti um kúrs vegna fjöldatakmarkana.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Viðtökurnar á Skuggabaldri voru slíkar að við gáfum í eftir fyrstu vikuna. Nú eru tónleikar á hverjum degi,“ segir Jón Mýrdal. Dagskráin er fjölbreytt, djass og þjóðlagatónlist í rólegri kantinum.

Ekki sussað þótt það komi sóló

„Það hefur ekki verið djassbúlla í Reykjavík í fimmtán ár og það sést á viðtökunum,“ segir Jón, sem segir kúnnahópinn gjarnan samanstanda af fólki yfir þrítugu. Það kunni greinilega að meta tónlistina en kannski ekki síður vandaða kokteila og vín ásamt smáréttum.

„Fólkið ræður stemningunni hér. Sumir koma til að drekka rauðvín og borða smárétti og kjafta en aðrir eru límdir við djassinn. Það er ekki sussað á neinn þótt það sé að koma sóló.“

Tónlistarmennirnir hafa líka tekið Skuggabaldri vel. „Við eigum auðvitað nóg af frábærum tónlistarmönnum og djasssenan er ánægð. Það er líka skemmtilegt að nú verða til mörg hliðarverkefni; þegar alltaf eru tónleikar ákveður fólk að vinna saman sem kannski aldrei hefði gert það annars.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert