Ekki kemur til vinnustöðvunar flugumferðastjóra í bili. Ákvörðun um það var tekin á fundi stjórnar Félags íslenskra flugumferðarstjóra í gærkvöldi.
Félagið hefur eftir sem áður heimild til að boða vinnustöðvun og mun þurfa að gera það með viku fyrirvara. Heimild til þess var samþykkt með miklum meirihluta meðal félaga í fyrradag.
Í samtali við mbl.is segir Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðastjóra, að flugumferðastjórar mæti hóflega bjartsýnir á samningafund sem fyrirætlaður er á föstudaginn.