Spítalinn og önnur viðbragðskerfi við þolmörk

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis.
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Ljósmynd/Lögreglan

Í minnisblaði Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, er farið yfir stöðu kórónuveirufaraldursins innanlands og framlenging núgildandi takmarkana innanlands þannig rökstudd. Kamilla segir flest viðbragðskerfi komin að þolmörkum.

„Frá því að reglugerðin tók gildi hafa dagleg smit verið með því hæsta sem við höfum séð í heimsfaraldrinum, oftast yfir 100 á virkum dögum, allt upp í 150 suma daga, en lægra um helgar þegar minna er af sýnatökum,“ segir í minnisblaðinu sem var birt í gær.

Spítalinn við þolmörk

Staðgengill sóttvarnalæknis fjallar þá sérstaklega um Landspítalann og segir hann hafa verið við þolmörk alla síðustu viku. Hún minnir á að starfsmenn hafi verið kallaðir úr sumarfríum og Covid-sjúklingar verið færðir á sérdeild með sérstaklega þjálfað starfsfólk. 

Kamilla segir ekki tímabært að aflétta takmörkunum þar sem staða faraldursins sé enn tvísýn: „Áfram þarf að fylgjast náið með ástandinu og ekki er útséð um að ástand geti versnað áður en það fer að lagast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka