Fresta nefndarfundi vegna sumarleyfa

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fundar eftir viku.
Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fundar eftir viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis um Ásmundarsalarmálið og Lindarhvol, sem halda átti í dag, frestast um viku. Þetta staðfestir Jón Þór Ólafs­son, formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is.

Að sögn Jóns Þórs frestast fundurinn vegna sumarleyfa á nefndasviði Alþingis en fundurinn á að fara fram sem opin fjarfundur. Fundurinn fer því fram 19. ágúst.

Á fundinum á að ræða annars vegar mál­efni Lind­ar­hvols ásamt sett­um rík­is­end­ur­skoðanda, Sig­urði Þórðar­syni, og hins vegar á að rann­saka hvort nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hafi farið fram úr heim­ild­um við rann­sókn sína á störf­um lög­reglu­manna sem komu í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu­kvöld og dag­bókar­færslu lög­regl­unn­ar í kjöl­farið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert