Hákon Hákonarson, sérfræðingur í lungna- og genarannsóknum á barnasjúkrahúsi í Fíladelfíu, hefur, í gegnum félag sitt Arctic therapeutics, fjárfest í tugum véla sem geta lesið út úr svokölluðum hraðprófum. Vélarnar hafa nú þegar verið teknar í notkun til að greina kórónuveiruna en Hákon segir það einungis upphafið.
Vélarnar muni í náinni framtíð geta greint tugi kvilla á örfáum mínútum, allt frá aukinni hættu á blóðtappamyndun til sjálfsofnæmissjúkdóma. Nú þegar eru 25 próf í þróun hjá fyrirtækinu sem framleiðir vélarnar, Lumira, sem er sjö ára gamalt líftæknifyrirtæki með staðfestu í Bretlandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.