Fyrr í dag kom upp staðfest smit hjá íbúa á Hrafnistu í Boðaþingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Hefur ákveðið viðbúnaðarstig verið ræst sökum þessa.
Unnið er eftir verklagi neyðarstjórnar Hrafnistu en hún stendur vakt allan sólarhringinn í því skyni að tryggja sem best gæði og öryggi íbúa og starfsmanna.
Vegna smitsins hefur verið lokað fyrir heimsóknir í Boðaþing og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví á meðan unnið er að nánari greiningu á stöðunni.
Þá kemur fram í tilkynningu frá Hrafnistu að unnið sé með covid-göngudeild Landspítalans og rakningarteymi Almannavarna að því að koma í veg fyrir frekari smitútbreiðslu.