Örtröð í Leifsstöð

Frá Leifsstöð í gær.
Frá Leifsstöð í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, og Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair Group, segja streymi fólks á Keflavíkurflugvelli ganga ágætlega. Ekki hafi borist ábendingar um að fólk sé að missa af flugi né hefur Icelandair þurft að ráðast í seinkun brottfara.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Hvorki Grettir né Ásdís segjast enn sjá afleiðingar af því að sóttvarnastofnun Bandaríkjanna færði hættumat sitt á ferðalögum til Íslands í hæsta stig á mánudag, en stofnunin mælir gegn því að Bandaríkjamenn ferðist til landsins. Að sögn Ásdísar hafa félaginu ekki borist afbókanir á ferðum.

„Það er ennþá of snemmt að segja til um hvort þetta muni hafa einhver áhrif,“ segir Ásdís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert