Samningurinn á leiðinni í Húsafell

Sífellt fleira fólk hefur bæst í hópinn á Húsafelli.
Sífellt fleira fólk hefur bæst í hópinn á Húsafelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir langa bið og tilheyrandi tilfinningarússíbana býr fólk á Húsafelli sig nú undir að taka á móti fulltrúum Borgarbyggðar með samning undirritaðan af Sæmundi Ásgeirssyni.

Páll Guðmundsson getur brátt andað léttar en þó ekki fyrr en hann hefur sjálfur undirritað samninginn í kirkjunni á Húsafelli. Þar með er orðið nokkuð útséð með að legsteinahúsið fái að standa en ekki er vitað um frekari atriði samningsins.

Ekki var víst í morgun hvert dagsverk kranabílstjórans yrði.
Ekki var víst í morgun hvert dagsverk kranabílstjórans yrði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vekja þarf kranabílstjórann

Sífellt fleira fólk hefur bæst í hópinn sem hefur tekið sér stöðu umhverfis húsið og kirkjuna, tilbúið að fagna eða syrgja þá niðurstöðu sem boðuð verður.

Eftir að undirrituninni var frestað var tvísýnt að undirritun fengist af hálfu Sæmundar.

Ljóst er að vekja þarf kranabílstjórann sem fenginn var í verkið og láta hann vita að verk hans hafi breyst úr því að hífa þak af húsinu, í að hífa þak á það, sem rifið var í gær, en hann nýtti tækifærið og lagði sig í veðurblíðunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert