Starfsfólki Tryggingastofnunar ítrekað hótað

Tryggingastofnun.
Tryggingastofnun.

Umboðsmaður Alþingis telur að Tryggingastofnun beri að birta nöfn þeirra starfsmanna sem standa að ákvörðunum stofnunarinnar. Það hefur stofnunin ekki gert til að vernda starfsfólk sem ítrekað hefur verið hótað og áreitt í kjölfar ákvarðana.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Maður kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir því að ákvörðun og rökstuðningur Tryggingastofnunar um örorkumat hans hefðu verið nafnlaus. Í þeim skjölum kæmu ekki fram nöfn þeirra starfsmanna sem stóðu á bak við þau. Í skýringum Tryggingastofnunar til umboðsmanns var meðal annars vísað til þess að ákveðið hefði verið að hætta að birta nöfn starfsmanna við afgreiðslu mála vegna þess að stofnunin hefði talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að vernda starfsfólk hennar. Þá nyti það persónuverndar lögum samkvæmt.

Umboðsmaður benti á að það hefði grundvallarþýðingu út frá réttaröryggissjónarmiðum að tilgreina nöfn þeirra starfsmanna sem stæðu að ákvörðun. Þannig gæfist málsaðila til dæmis færi á að ganga úr skugga um að viðkomandi starfsmenn hefðu verið bærir til að taka slíka ákvörðun auk þess sem það hefði grundvallarþýðingu til að hann gæti metið hvort aðstæður væru með þeim hætti að efast mætti um hæfi starfsmanns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert