Var úti að borða þegar hjálparbeiðnin barst

Þyrla Norðurflugs.
Þyrla Norðurflugs. mbl.is/Sigurður Bogi

Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, sat að snæðingi með eiginkonu sinni á veitingastað í borginni þegar honum barst hjálparbeiðni frá gönguhópi sem lent hafði í sjálfheldu við Ljósá að Fjallabaki á mánudag. „Ég náði ekki einu sinni að klára steikina!“ segir Birgir í samtali við Morgunblaðið.

Einn í hópnum hafði ökklabrotnað illa á göngunni og ljóst að aðstoðar þyrlu væri þörf. Landhelgisgæslan var upptekin í öðru útkalli og komst því ekki strax á staðinn. Hópurinn hafði þó séð þyrlu á flugi á svæðinu en vissi ekki að þar væri um að ræða þyrlu frá Norðurflugi. Einstök tilviljun réð því að hópurinn hringdi í framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sem fór strax í að bjarga málunum

Kýldu bara á þetta

„Ég hafði samband við framleiðslufyrirtækið Hero Productions sem var með umrædda þyrlu á leigu hjá okkur en þeir voru einmitt á þessu svæði í upptökum fyrir bandarískan kúnna. Þeir hringja svo út til að fá samþykki kúnnans fyrir því að þyrlan yrði notuð til að flytja einstaklinginn sem hafði slasast og hann sagði strax já,“ segir Birgir. „Með samþykki kýldum við bara á þetta.“

Vel gekk að komast að einstaklingnum sem hafði slasast enda var hann kominn á jafnsléttu þegar þyrluna bar að garði. Flogið var svo með hinn slasaða til móts við björgunarsveitarbíl sem var í grenndinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert