Gagnrýnir KSÍ og bendir á frásögn af hópnauðgun

Hanna Björg segir að til séu fleiri frásagnir af landsliðsmönnum …
Hanna Björg segir að til séu fleiri frásagnir af landsliðsmönnum og ofbeldi af þeirra hálfu.

Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari og for­kona jafn­rétt­is­nefnd­ar Kenn­ara­sam­bands Íslands, seg­ir að Knatt­spyrnu­sam­bandi Íslands hafi hvorki tek­ist að vera af­ger­andi í jafn­rétt­is­mál­um, né náð mikl­um ár­angri á því sviði.

Í pistli sem birt­ist á Vísi í dag bend­ir hún á að upp­eld­is­hlut­verk KSÍ sé stórt og mikið.

„Börn, ung­menni og full­orðið fólk líta upp til þeirra leik­manna sem vel geng­ur og þeir eru dýrkaðir og dáðir. Þau sem lengst ná eru fyr­ir­mynd­ir þúsunda, það er mik­il ábyrgð.“

„Lýs­ing­in á of­beld­inu hroðaleg“

Hanna tek­ur sér­stak­lega til um­fjöll­un­ar þá staðreynd að fyr­ir nokkru steig ung kona fram og sagði frá hópnauðgun sem hún mun hafa orðið fyr­ir árið 2010. Við dreif­ingu sög­unn­ar á sam­fé­lags­miðlum mátti skilja að um væri að ræða þekkta ís­lenska knatt­spyrnu­menn.

Lýs­ing­in á of­beld­inu er hroðaleg og glæp­ur­inn varðar við margra ára fang­elsi,“ skrif­ar Hanna.

„ Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerend­urna (landsliðsmenn­ina) en svo að þeir gerðu grín að nauðgun­inni dag­inn eft­ir. For­herðing­in al­gjör. Í frá­sögn­inni kem­ur fram hvaða af­leiðing­ar þessi unga kona hef­ur þurft að burðast með. Lýs­ing­in er þyngri en tár­um taki. Þoland­an­um var ein­dregið ráðlagt að kæra ekki, við of­ur­efli væri að etja.“

Þá seg­ir hún að til séu fleiri frá­sagn­ir af landsliðsmönn­um sem sagðir eru beita beita kon­ur of­beldi, kyn­ferðis­legu og heim­il­isof­beldi.

Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á vel­gengni þess­ara manna. Þeim er hampað og njóta mik­illa vin­sælda meðal þjóðar­inn­ar. Þögg­un­in er al­ger, og KSÍ ber vita­skuld ábyrgð á henni.“

Tvær leiðir fær­ar fyr­ir KSÍ

Hún seg­ir sömu spurn­ing­una brenna á mörg­um.

Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður of­beldi sem gerend­ur á þeirra veg­um hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlk­um og kon­um á alt­ari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyf­ing­in vill standa fyr­ir?“

Knatt­spyrnu­sam­band­inu séu í því sam­hengi tvær leiðir fær­ar, „ann­ars veg­ar að halda áfram að senda þau skýru skila­boð til stráka og karla að þeir geti beitt kon­ur mis­k­un­ar­lausu of­beldi, án þess að það hafi nokk­ur áhrif á vel­gengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sín­um.

Skila­boðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við of­beldið af hálfu karla og þegja yfir því, ann­ars verði þær sakaðar um lygi. Að of­beld­is­menn­ing sé sjálf­sögð og eðli­leg. Að mik­il­vægi karla sé óum­deil­an­lega meira en kvenna.“

Hin leiðin fyr­ir KSÍ sé að verða hluti af lausn­inni, „að rjúfa víta­hring of­beld­is, þögg­un­ar og kven­fyr­ir­litn­ing­ar. Taka skýra af­stöðu með þolend­um, jafn­rétti og rétt­læt­inu,“ skrif­ar Hanna og bæt­ir við að lok­um:

„Þögn­in er ekki hlut­laus – held­ur afstaða með ríkj­andi ástandi.

Ég óska KSÍ þess að þar láti fólk ekki kappið og gerendameðvirkn­ina bera siðferðið of­urliði. Ég óska þess að KSÍ taki af skarið af styrk, hug­rekki og sam­fé­lags­legri ábyrgð - fyr­ir okk­ur öll og fyr­ir framtíðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert