Kórónuveirusmit hjá Strætó – ferðir felldar niður

Stigið inn í strætó.
Stigið inn í strætó. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir starfsmenn Hagvagna, sem er annar verktakinn sem ekur fyrir Strætó á höfuðborgarsvæðinu, hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Fimm vagnstjórar voru sendir í sóttkví og hafa ferðir nú verið felldar niður vegna manneklu. 

Allar ferðir hafa verið felldar niður á leið 31 í dag og falla einnig allar ferðir niður fyrir hádegi á leið 19.

„Við viljum biðja alla viðskiptavini á leiðum 19 og 31 innilega afsökunar á þessum óþægindum,“ segir í tilkynningu frá Strætó. Nánari upplýsinga er að vænta þegar líður á daginn. 

Kórónuveirusmitum hefur fjölgað verulega í samfélaginu á síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert