Smit hefur greinst hjá starfsmanni á leikskólanum Álftaborg í Safamýri. Þetta kemur fram í bréfi frá leikskólastjóra til foreldra barna á leikskólanum.
Þar segir að farið hafi verið yfir stöðuna með rakningarteyminu og komist að þeirri niðurstöðu að öll börn og allir starfsmenn skuli fara í sóttkví.
Þá kemur fram að þar sem aðlögun er að byrja og börn að færast milli deilda sé erfitt að halda skólanum hólfaskiptum.
Börnin munu fara í sýnatöku á þriðjudaginn og á meðan sóttkvínni stendur hefur foreldrum sem eru bæði bólusett verið ráðlagt að annar aðili verði í sóttkví með barninu og haldi sig frá öðrum á meðan.