Gosið fær sér lúr á daginn

Eldgosið heldur áfram að heilla. Meðfylgjandi mynd var tekin í …
Eldgosið heldur áfram að heilla. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert lát virðist vera á eldgosinu sem hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Gosóróinn er sá sami og hefur verið undanfarna daga en virðist detta niður í nokkra klukkutíma yfir daginn áður en hann tekur sig svo upp að nýju að kvöldi til, samkvæmt upplýsingum Lovísu Mjallar Guðmundsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Gosið tekur sér lúr á daginn og er virkt á nóttunni. Óróinn fór upp um sex leytið í gærmorgun og þá sást krauma í gígnum, í fyrradag var það í kringum þrjú um nóttina og þar á undan í kringum níu að kvöldi til. Svo er gosóróinn að detta niður aftur í kringum hádegi. Þetta eru nokkrir klukkutímar á milli,“ segir Lovísa í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru bara þessar reglulegu sveiflur sem við höfum verið að sjá.“

Væri hrein ágiskun

Nær ómögulegt er að spá fyrir um þróun eldgossins segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur inntur eftir því.

„Ef einhver reynir að segja eitthvað um það þá er það hrein ágiskun í bland við eitthvert bull.“

Þó lítið sé vitað um þróun eldgossins í framtíðinni segir Páll hægt að draga mikinn lærdóm af því, sérstaklega fyrir jarðvísindamenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert