Hópur bólusettra ferðamanna frá Ísrael sem staddir eru hér á landi eru smitaðir af kórónuveirunni. Þeir eru minnst 30 talsins, að sögn ísraelska miðilsins N12.
Nokkrir þeirra eru sagðir hafa þurft að leggjast inn á spítala hérlendis þegar veikindi þeirra versnuðu.
Útlit er fyrir að einn úr hópnum hafi smitast í fluginu á leið til Íslands og svo smitað hina.
Flestir ferðamannanna eru ágætlega haldnir en einn er alvarlega veikur og veikindi tveggja eru miðlungs alvarleg.
Ísraelsk yfirvöld undirbúa nú flutning fólksins til heimalandsins í sjúkraflugi.
Ísland er á appelsínugulum lista hjá Ísrael og þurfa þeir sem fara frá Íslandi þangað að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum við komuna. Helbrigðisráðuneyti Ísraels mælir ekki með ferðalögum til Íslands. Þau eru þó leyfð.
Fréttin hefur verið uppfærð