55 kórónuveirusmit innanlands

Minnst 55 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær, 27 voru utan sóttkvíar við greiningu og 28 í sóttkví. 30 voru á sjúkra­húsi í gær veikir af Covid-19, þar af sex á gjörgæslu. Staðan á innlögnum á spítala er því óbreytt á milli daga.

Virkum smitum hefur fækkað nokkuð á milli daga. Þau voru 1.239 á laugardag en voru 1.170 í gær. Þeim hefur því fækkað um 69 á milli daga en um 134 síðan á föstudag.

14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 392,4. Nýgengið á landamærunum er nú 5,2.

1.988 eru í sóttkví, 1.170 í einangrun og 873 í skimunarsóttkví.

Óbólusettur greindist við landamærin

Af þeim 64 sem greindust smitaðir á laugardag voru 39 fullbólusettir og 25 óbólusettir. Ekki hef­ur verið gefið út hversu marg­ir þeirra sem greind­ust í gær voru bólu­sett­ir. Þær töl­ur verða gefn­ar út fyr­ir klukk­an 16:00. 

Sá sem greindist smitaður við landamærin á laugardag var óbólusettur.

Eitt virkt smit greindist á landamærunum í gær, annað smit bíður mótefnamælingar.

Tæplega 3.000 sýni voru tekin í gær og var hlutfall jákvæðra einkennasýna 3,13%.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert