Einn Íslendingur í Kabúl

Ummerki eldflaugar í Khair Khana í norðvesturhluta Kabúl.
Ummerki eldflaugar í Khair Khana í norðvesturhluta Kabúl. AFP

Einn Íslendingur er staðsettur í Kabúl á þessari stundu. Sá vinnur fyrir eina af undirstofnunum NATO sem staðsett er í Afganistan. Unnið er að því að koma honum af landi brott. 

Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins. Viðkomandi hefur ekki séð sér fært að vera í sambandi við fjölmiðla, enda ástandið í Afganistan krítískt á þessari stundu. Er hann þó í stöðugum samskiptum við ráðuneytið sem segir hann óhultan.

Öllum áætlunarflugferðum frá Afganistan var aflýst frá og með deginum í dag en talibanar náðu yfirráðum í höfuðborginni Kabúl í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert