Sjö íslenskir ríkisborgarar eru staddir í Kabúl í Afganistan. Fyrr var talið að þar væri aðeins einn.
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að borgaraþjónusta ráðuneytisins og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu séu í samskiptum við fólkið og aðstoði það eftir föngum við að komast úr landi.
Annars vegar er um ræða tvo íslenska ríkisborgara sem sinna störfum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Afganistan. NATO vinnur nú að því að flytja burt lið sitt í landinu og eru Íslendingarnir í þeim hópi.
Hins vegar eru þarna hjón og börn þeirra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt.
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins á sem stendur í samskiptum við aðrar borgaraþjónustur á Norðurlöndum um möguleika á að fjölskyldan komist úr landi ásamt öðrum norrænum borgurum.