Jarðskjálfti norður af Hellisheiðarvirkjun

Horft yfir Hellisheiðarvirkjun.
Horft yfir Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti, 3,1 að stærð, varð rétt tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun nú í kvöld.

Mældist skjálftinn klukkan 22.49 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Stofnuninni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í Hveragerði og við stöðvarhús virkjunarinnar.

Smáskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en allir hafa þeir verið undir 2 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert