Sagði upp 400 læknum og sjúkraliðum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:07
Loaded: 2.90%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:07
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Björn Zoëga, for­stjóri Karólínska há­skóla­sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi, seg­ir að hræðilegt ástand hafi verið uppi í rekstri stofn­un­ar­inn­ar þegar hann kom að stjórn­un henn­ar um mitt ár 2019. Stjórn­end­ur spít­al­ans hafi jafn­vel ekki getað áttað sig sjálf­ir á því hvað hafði farið svo illa úr­skeiðis.

Inn­an skamms tíma neydd­ist hann til þess að grípa til harka­legra niður­skurðaraðgerða og í fyrstu at­rennu sagði hann upp 550 starfs­mönn­um, einkum „skrif­stofu­mönn­um og yf­ir­mönn­um þeirra“ eins og hann orðar það. 

Björn er gest­ur í Dag­mál­um, viðtalsþætti sem aðgengi­leg­ur er áskrif­end­um Morg­un­blaðsins á mbl.is.

Stóð ekki steinn yfir steini

„Þegar ég kom að þessu þá vissi ég að það voru fjár­hags­vand­ræði, að það voru vand­ræði með móral­inn og stoltið var sært og ým­is­legt annað. En það stóð ekki steinn yfir steini í fjár­mál­un­um, það var bara ráðið fólk enda­laust í alla kanta og beðið um meira og meira fólk þótt ekki væru til pen­ing­ar fyr­ir því. Svo fór fram­leiðslan niður líka þannig að þetta var komið í vond­an spíral.“

Hálfu ári eft­ir fyrstu upp­sagn­ar­hrin­una greip Björn að nýju til niður­skurðar­hnífs­ins, enda ljóst að enn þyrfti að stoppa upp í gat vegna halla­rekst­urs á spít­al­an­um.

„Hálfu ári seinna vor­um við búin að fara í gegn­um spít­al­ann og sort­era eins mikið og hægt var og þá þurfti ég að segja upp lækn­um og sjúkra­liðum en ekki hjúkr­un­ar­fræðing­um. Sam­tals vor­um við að glíma við um 400 manns þar. Núna erum við sirka 800 og 900 færri en þegar ég mætti á svæðið.“

Fram­leiðslan auk­ist

Þrátt fyr­ir hinar miklu upp­sagn­ir sem ráðist var í hafa um­svif spít­al­ans ekki verið meiri en ein­mitt nú. Þegar Björn tók við verk­efn­inu í apríl 2019 voru u.þ.b. 950 sjúkra­rúm á spít­al­an­um og hafði mörg­um verið lokað vegna mann­eklu, einkum skorts á hjúkr­un­ar­fræðing­um.

Í dag eru 1.200 sjúkra­rúm í notk­un í starf­sem­inni, þrátt fyr­ir nærri 1.000 færri starfs­menn og sama fjölda hjúkr­un­ar­fræðinga og áður.

Starfs­ánægj­an auk­ist

Björn seg­ir að starfs­ánægja hafi auk­ist í tengsl­um við yf­ir­grips­mikl­ar breyt­ing­ar á starf­sem­inni. Mestu máli hafi skipt að skil­greina starf­sem­ina upp á nýtt. Hún væri fyr­ir sjúk­ling­ana.

„Fólkið sem var að vinna með sjúk­ling­ana var aðal­atriðið og við vor­um að ein­falda hlut­ina í stað þess að flækja þá, sem var búið að gera mikið því miður.“

Frá­taf­ir vegna veik­inda hafa dreg­ist sam­an hjá starfs­fólki frá því að ráðist var í breyt­ing­arn­ar að sögn Björns. Þá er starfs­manna­velta nú minni en nokkru sinni fyrr í starf­semi spít­al­ans.

Ári eft­ir að Björn tók við stjórn sjúkra­húss­ins var það út­nefnt tí­unda besta sjúkra­hús í heimi á alþjóðleg­um lista tíma­rits­ins Newsweek. Í mars síðastliðnum rataði það í sjö­unda sætið, fast á hæla Cha­rité-spít­al­ans í Berlín. Eng­inn evr­ópsk­ur spít­ali fer hærra á list­an­um, aðeins banda­rísk­ar heil­brigðis­stofn­an­ir þar sem Mayo Cl­inic í Rochester í Minnesota trón­ir á toppn­um.

Viðtalið við Björn má nálg­ast í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert