Sýnataka við komu til landsins orðin skylda

Frá skimun í Leifsstöð.
Frá skimun í Leifsstöð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frá og með deginum í dag þurfa bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við landið að fara í sýnatöku innan við 48 klukkustundum frá því að þeir koma til landsins. Þessir farþegar þurfa, eins og aðrir sem koma til landsins, að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr Covid-prófi fyrir komu. 

Nær þetta til ís­lenskra rík­is­borg­ara, ein­stak­linga sem bú­sett­ir eru hér á landi, ein­stak­linga með at­vinnu­leyfi á Íslandi auk um­sækj­enda um at­vinnu­leyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi.

Tvöföld sýnataka hefur reynst vel

„Umræddir farþegar munu ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að fólk fari annaðhvort í hraðpróf (antigen) eða PCR-próf, en nánara fyrirkomulag verður unnið í samráði við sóttvarnalækni. Þá verður hægt að fara í sýnatöku annaðhvort á landamærum eða á sýnatökustöð innan tímamarkanna og verður sýnatakan gjaldfrjáls. Heimilt verður að sekta þá einstaklinga sem ekki fara í sýnatöku innan tiltekins tíma,“ segir á vef heilbrigðisráðuneytisins um málið.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti sóttvarnalæknis hafa um 90% þeirra einstaklinga sem greinst hafa með COVID-19 frá 1. júlí íslenska kennitölu. Mikilvægt er að tryggja varnir gegn nýjum afbrigðum veirunnar og því er þessi ákvörðun tekin. Áfram verður gerð krafa um framvísun neikvæðs COVID-prófs á landamærum en tvöföld sýnataka með nokkurra daga millibili hefur reynst vel í faraldrinum.

Fólk sem hefur tengsl við samfélagið líklegra til að dreifa smitum

„Útfærsl­an verður núna unn­in með sótt­varna­yf­ir­völd­um og við erum þá að horfa til þess að þetta eru ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar eða fólk með fasta bú­setu hér, eða fólk sem er að koma hingað til lengri tíma til vinnu eða eitt­hvað slíkt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is þegar reglurnar voru kynntar 6. ágúst síðastliðinn. 

„Þetta ger­um við á þeim rök­stuðningi sem við höf­um fengið frá sótt­varna­lækni að fólk sem er í mikl­um tengsl­um við sam­fé­lagið sé lík­legra til að dreifa smit­um. Við erum líka að heyra það mjög skýrt frá sér­fræðing­um að það skipt­ir miklu máli að þétta þess­ar varn­ir gegn nýj­um af­brigðum.“

Óbólusettir þurfa áfram að fara í tvöfalda skimun við komuna til landsins með fimm daga sóttkví á milli skimana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert