Um sjálfstætt gosop að ræða

Fyrst um sinn var ekki hægt að segja til um …
Fyrst um sinn var ekki hægt að segja til um hvort um væri að ræða sjálfstætt op eða lítið gat út frá aðalgígnum. Nú er talið að um sjálfstætt op sé að ræða. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Hið nýja op eldgossins í geldingadölum er farið að taka á sig mynd, líkt og sjá má á vefmyndavél mbl.is. Þar má sjá hraun skvettast úr aðalgígnum til vinstri og, líkt og betur sést, úr hinu nýja opi gígsins til vinstri.

Fyrst um sinn var ekki hægt að segja til um hvort um væri að ræða sjálfstætt op eða lítið gat út frá aðalgígnum. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir aftur á móti að um sé að ræða sjálfstætt gosop.

Þau vöktu athygli á þessu á facebooksíðu sinni í dag. „Fínn kraftur er í eldgosinu þessa stundina,“ segir í færslunni og þvínæst er bent á streymið og umræðu síðustu daga um að um væri að ræða hraun sem flæddi í gegnum gígbarmana.

Nú sé aftur á móti ljóst að um sjálfstætt gosop sé að ræða. Það sé aðskilið frá hrauntjörninni í gígnum og lítil gígskál hafi nú myndast utan um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert