Um þriðjungur hópsins bólusettir Ísraelar

Ferðamenn við Hallgrímskirkju í miðborg Reykjavíkur. Myndin er úr safni.
Ferðamenn við Hallgrímskirkju í miðborg Reykjavíkur. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 140 einstaklingar með erlent ríkisfang eru í eftirliti Covid-19-göngudeildar Landspítala. Þar af er um þriðjungur bólusettir einstaklingar frá Ísrael. Fimm þeirra hafa þurft innlögn á Landspítala.

Þetta kemur fram í svari Landspítala við fyrirspurn mbl.is. 

Eins og greint var frá í morgun er hópur ísraelskra ferðamanna hér á landi smitaður af kórónuveirunni. Útlit er fyr­ir að einn úr hópn­um hafi smit­ast í flug­i á leið til Íslands og svo smitað hina. 

Þórólf­ur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is í morgun að nokkr­ir utan hóps­ins hafi smit­ast. Þá hafi nokkr­ar hóp­sýk­ing­ar af þessu tagi, inn­an lokaðra hópa er­lendra ferðamanna, komið upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert