Víða skimað vegna smita á leikskólum

Enn sem komið er hefur enginn annar starfsmaður greinst smitaður …
Enn sem komið er hefur enginn annar starfsmaður greinst smitaður á leikskólunum og börnin fara í skimun í dag og á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smit greindist hjá starfsmönnum tveggja leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, Sólbrekku á Seltjarnarnesi annars vegar og Álftaborg í Reykjavík hins vegar. Enn sem komið er hefur enginn annar starfsmaður greinst smitaður á leikskólunum og börnin fara í skimun í dag og á morgun.

„Þau eru að fara í skimun í dag, svo eftir að fá niðurstöður,“ segir Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Sólbrekku.

Hjá börnum af Álftaborg er búist við að strikamerkið berist í dag og skimunin sé í fyrramálið.

„Staffið fór í fyrri skimun á föstudaginn og enginn annar greindist þá jákvæður, sem er gott merki fyrir morgundaginn. Held annars að þetta sé allt bara í góðu lagi,“ segir foreldri barns á Álftaborg.

Þá eru foreldrar barnanna hvattir til að fara í skimun en ekki skyldugir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert