70% segja ólíklegt að þau muni flytja

Nýr miðbær á Selfossi. Margir sem flytja úr borginni sækjast …
Nýr miðbær á Selfossi. Margir sem flytja úr borginni sækjast eftir friði og ró. Árni Sæberg

Um 55% íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í 16 stórum bæjarfélögum á landsbyggðinni segja að lífsskilyrði í byggðarlagi þeirra hafi batnað á síðustu árum en 15% segja að þau hafi versnað nokkuð eða mikið samkvæmt niðurstöðum könnunar á búsetu í stærri bæjarfélögum landsins. Talsverður munur er þó á svörum eftir bæjarfélögum hvað þetta varðar.

Yfirgnæfandi meirihluti íbúa er ánægður með búsetuna í sínu bæjarfélagi og 70% telja ólíklegt að þau muni flytja á brott í framtíðinni fyrir fullt og allt.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur að ríflega helmingur þeirra sem fluttu frá höfuðborgarsvæðinu til bæjarfélaga þar í kring nefndi kyrrð og ró sem þátt í þeirri ákvörðun sinni að flytja. Svarendur í Vestmannaeyjum, á Húsavík og Ísafirði skera sig úr fyrir að hafa alla jafna búið lengi í sínu bæjarfélagi en yfir 70% íbúa þessara bæjarfélaga hafa verið þar í meira en 20 ár skv. könnuninni sem birt er á vef Byggðastofnunar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert