Rebekka Líf Ingadóttir
Flóttamannanefnd stjórnarráðsins mun koma saman í dag tilað ræða stöðuna sem nú er uppi í Afganistan, þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar.
Fundurinn verður klukkan 15 í dag og segir Stefán í samtali við fréttastofu að „aðalefni fundarins er þessi staða í Afganistan og hvernig við getum mætt henni“.
Stefán segir að ekki sé hægt að segja mikið fyrr en að fundi loknum en að hann voni að hlutirnir skýrist í dag.
Flóttamannanefnd stjórnarráðsins skipa Stefán Vagn Stefánsson, formaður, Kristján Sturluson, sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, og Þórdís Sigurðardóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala.