Flytja smituðu ísraelsku ferðamennina heim

Starfsfólk slökkviliðsins í hlífðarfatnaði.
Starfsfólk slökkviliðsins í hlífðarfatnaði. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því í dag að flytja Ísraelsmenn sem smitaðir eru af kórónuveirunni af farsóttarhúsum og Landspítala og í sjúkraflug frá Keflavíkurflugvelli. Bæði er um að ræða einstaklinga sem eru alvarlega veikir og þá sem eru í betra ástandi. 

„Ísraelsmenn hafa brugðist vel við því að sækja sitt fólk og eru að sækja bæði mjög veika sjúklinga og þá sem eru minna veikir,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Þetta léttir svolítið á sóttvarnahúsunum og jafnvel spítalanum.“

Mögulega verður farið í annað sjúkraflug með smitaða Ísraela á morgun. 

Eins og mbl.is greindi frá í gær eru 40 til 50 smitaðir ísraelskir ferðamenn á landinu. Fimm þeirra hafa þurft innlögn á Landspítala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert