Sæmundur Ásgeirsson hefur ánafnað Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi þá peningaupphæð sem honum var greidd vegna Húsafellsmálsins, alls fimm milljónir króna.
Sæmundur átti í deilum við nágranna sinn, Páll Guðmundsson, á Húsafelli um legsteinahús Páls. Í síðustu viku var hins vegar undirritaður sáttarsamningur í málinu þar sem kveðið var á um að Borgarbyggð greiddi báðum aðilum bætur vegna þess tjóns sem þeir hlutu af málinu.
Á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar segir að peningarnir verði nýttir í að byggja upp nýja björgunarmiðstöð sem stendur til að verða klár 1. desember.
Björgunarsveitin þakkar Sæmundi innilega fyrir peningagjöfina.