Ísland muni axla ábyrgð

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að Ísland muni axla sína ábyrgð sem aðili að Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum, vegna ástandsins í Afganistan þar sem talíbanar hafa náð völdum.

Forgangsverkefnið á þessari stundu sé að koma þeim sjö Íslendingum, sem staddir eru í höfuðborginni Kabúl, í öruggt skjól. „Við, sem bandalagsþjóð, leggjum okkar af mörkum til að liðsinna afgönsku þjóðinni á þessum erfiðu tímum,“ segir Guðlaugur, sem kveðst hræðast að ekkert bendi til stefnubreytingar af hálfu talíbana er varðar framgang gagnvart konum, börnum eða fólki með aðrar lífs- og trúarskoðanir. Flóttamannanefnd stjórnarráðsins kemur saman í dag.

Joe Biden Bandaríkjaforseti varði í gær ákvörðun sína um að kalla herinn heim. Bandaríkin hafi gefið Afgönum öll tækifærin til að velja eigin framtíð en ekki getað fært þeim viljann til að berjast fyrir þeirri framtíð.

Bandaríski háskólinn í Afganistan hýsir nú höfuðstöðvar talíbana í suðurhluta Kabúl. Árni Arnþórsson, aðstoðarlektor háskólans, hafði í gær vakað í tvo sólarhringa og leitað leiða til að koma nemendum og samstarfsfólki af landi brott. Talíbanar hafa lýst alla sem tengjast háskólanum réttdræpa. Árni vonast til þess að forða hundruðum nemenda frá klóm talíbana. Konur og ofsóttir kynþættir eru í mestri hættu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert