Nokkrir eftirskjálftar suðvestur af Hengli

Fallegt er að líta frá Rauðukusunesi til suðurs, þar sem …
Fallegt er að líta frá Rauðukusunesi til suðurs, þar sem við blasa gufubólstrar við Nesjavallavirkjun og Hengillinn með hvítan koll. Sigurður Bogi

Jarðskjálfti, 3,1 að stærð, varð suðvestur af Hengli í gærkvöldi klukkan 22:49, nánar tiltekið við fjallið Húsmúla.

Margir eftirskjálfar fylgdu í kjölfarið samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar en annar skjálfti, 2 að stærð, varð um miðnætti.

Ekki þykir óeðlilegt að stærri skjálftar verði öðru hverju á þessu svæði að sögn jarðfræðings Veðurstofu Íslands.

Þá fylgja langoftast nokkrir litlir skjálftar í kjölfar stærri á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert