Kynningarsamstarf Menntaskólans á Akureyri við læknadeild háskólans í Martin í Slóvakíu hefur skilað þeim árangri að fjölmargir stúdentar frá norðlenskum framhaldsskólum hafa farið í læknanám í Slóvakíu.
Af um 1.700 nemum í læknanámi við skólann eru 600 erlendir, þar af flestir frá Noregi og Íslandi. Í samtali við Morgunblaðið segir Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, að nokkrir fyrrverandi nemar skólans séu komnir aftur heim á norðlenskar slóðir, að loknu læknanáminu í Slóvakíu.