LSH flöskuháls læknadeildar HÍ

Vandinn liggur hjá Landspítalanum en ekki hjá Háskóla Íslands, að mati Þórarins Guðjónssonar sem tók nýverið við sem deildarforseti læknadeildar. Á hann þá við þann vanda að ekki sé hægt að taka á móti nema litlum hluta þeirra nemenda sem hafa áhuga á að stunda nám við læknadeildina hvert ár þótt Landspítalinn standi frammi fyrir gríðarlegum mönnunarvanda og hafi gert það um alllangt skeið.

Í vor þreyttu 328 manns inntökupróf í læknisfræði við Háskóla Íslands en einungis efstu 60 próftökunum var boðið að hefja nám í haust. Þannig var tæplega 82 prósentum þeirra sem vildu læra læknisfræði hafnað og munu þeir því ýmist þreyta prófið aftur að ári, snúa sér að öðru eða hefja nám í læknisfræði í háskólum annarra landa. Landspítalinn hefur verið við þolmörk í sumar vegna Covid-19 og þar ber mönnunarvanda einna hæst ásamt húsnæðis- og útskriftarvanda. Stjórn spítalans biðlaði til fólks að snúa heim úr sumarfríum sínum sökum manneklu og ekki er unnt að fullnýta legurými gjörgæsludeildar með núverandi mönnun.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert