Telja vel unnt að halda stóra viðburði

Tónlistarkonan Bríet er ein þeirra sem hafa þurft að fresta …
Tónlistarkonan Bríet er ein þeirra sem hafa þurft að fresta tónleikum sínum vegna samkomutakmarkana. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Það er eins og önnur lönd hafi tekið fram úr okkur hvað það varðar að læra að lifa með veirunni. Hvernig getum við séð 60 þúsund manns á fótboltaleikjum og 300 þúsund manns á tónlistarhátíðum vandræðalaust í löndum sem eru með miklu lægra bólusetningarhlutfall en við erum með, en það má ekki skipta Eldborg upp í þrjú 500 manna svæði?“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live og formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara.

Samráðshópur íslenskrar tónlistar sendi í gær bréf á ráðamenn þar sem rakið er hversu lamandi núverandi takmarkanir eru á tónlistariðnaðinn. Í bréfinu er skorað á ráðamenn að slaka á fjöldatakmörkunum og bent á að vel hafi gefist í öðrum löndum að halda stóra viðburði án þess að upp hafi komið hópsmit.

Í bréfi hópsins er farið fram á að samkomur verði heimilar fyrir allt að 500 manns í hverju sóttvarnahólfi án sérstakra nándartakmarkana, enda gæti viðburðahaldarar þess að gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr nýlegu hraðprófi eða sjálfsprófi en slíkt hafi gefist vel við viðburðahald erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert