Þyrla kölluð út vegna slyss í Stuðlagili

Stuðlagil. Mynd úr safni.
Stuðlagil. Mynd úr safni. Ljósmynd/Jónatan Garðarsson

Slys varð í Stuðlagili á Austurlandi nú síðdegis og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Þegar mbl.is náði tali af varðstjóra gæslunnar skömmu eftir klukkan hálffimm var þyrlan á leið á slysstað. 

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir við mbl.is að kona hafi slasast og tilkynning hafi borist viðbragðsaðilum frá öðrum vegfarendum á svæðinu. 

Vegna stopuls símasambands á svæðinu gekk illa að staðsetja konuna og því urðu aðgerðir viðbragðsaðila flóknari en þurft hefði. 

Vegfarendum tókst þó að koma konunni á heppilegan stað fyrir þyrluna sem flutti hana á sjúkrahús laust fyrir klukkan fimm. Ekki fengust upplýsingar um líðan konunnar. 

Óljóst var í fyrstu hvað hafði skeð og því hve alvarlegt slysið væri. Vegna þess, og vegna stopuls fjarskiptasambands, var viðbragð ansi mikið en lögregla var kölluð til ásamt sjúkraliði, björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert