Delta-afbrigðið leggst harðar á börn

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Delta-af­brigðið leggst harðar á börn en fyrri af­brigði kór­ónu­veirunn­ar og þurfa fleiri börn, sem smit­ast af Delta-af­brigðinu, að leggj­ast inn á spít­ala. Þetta seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir að er­lend­ar rann­sókn­ir sýni fram á. 

„Það eru varúðarráðstaf­an­ir frá sótt­varna­stofn­un Banda­ríkj­anna akkúrat um þetta mál­efni, þar sem seg­ir að það sé auk­inn fjöldi barna sem þarf að leggj­ast inn á spít­ala eða veikist al­var­lega af Delta-af­brigðinu.“

Stjórn­völd þurfi að taka af­stöðu til til­lagna um lang­tíma­fyr­ir­komu­lag

Hann seg­ir einnig að hann geti ekki tjáð sig um hvort hon­um þyki raun­hæft að til­lög­ur hans um lang­tímaaðgerðir í bar­átt­unni gegn far­aldr­in­um verði að veru­leika. Það sé fyr­ir stjórn­völd að svara.

Í gær var birt minn­is­blað sótt­varna­lækn­is til Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra, þar sem lík­ur eru leidd­ar að því að mögu­lega þurfi Íslend­ing­ar að búa við e.k. sótt­varnaaðgerðir í fleiri mánuði og jafn­vel ár.

„Menn þurfa auðvitað að taka bara bein­skeytta ákvörðun um hvernig þessi mál eigi að vera. Og þetta eru svona þessi grund­vall­ar­sjón­ar­mið í sótt­vörn­um sem ég hef lagt til grund­vall­ar þess­ar­ar umræðu og ákv­arðana­töku sem menn þurfa bara virki­lega að ræða – á þetta að vera svona eða hinseg­in?“ seg­ir Þórólf­ur við mbl.is.

„Og ég ætla svosem ekk­ert að tjá mig um hvort það sé raun­hæft að efni þessa minn­is­blaðs verði að veru­leika, það er bara eitt­hvað sem stjórn­völd verða að ákveða. Þetta eru þeir punkt­ar og þau atriði sem menn þurfa að taka bein­h­arða af­stöðu til, hvort hlut­irn­ir eigi að vera í þess­um eða hinum far­veg­in­um út frá sótt­varna­sjón­ar­miðum.“

Ákalli um fyr­ir­sjá­an­leika svarað

Þórólf­ur seg­ir að kallað hafi verið eft­ir fyr­ir­sjá­an­leika í til­hög­un sótt­varnaaðgerða og lang­tíma-minn­is­blaðið, sem hann sendi heil­brigðisráðherra þann 11. ág­úst og birt­ist í gær, sé til­raun til þess að stuðla að ein­mitt því, fyr­ir­sjá­an­leika. 

„Það hef­ur verið kallað eft­ir fyr­ir­sjá­an­leika og það hef­ur verið kallað eft­ir því að minnka eins og hægt er þess­ar sí­felldu herðing­ar og til­slak­an­ir og þetta er kannski inn­legg í þá umræðu, þá að hafa hlut­ina ein­hvern veg­inn stabíla. Ég held við verðum aldrei laus við ein­hverj­ar sótt­varn­aráðstaf­an­ir á meðan þessi veira er í gangi.“ 

Tónaflóð Rásar 2 á menningarnótt 2019.
Tóna­flóð Rás­ar 2 á menn­ing­arnótt 2019. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Spurður um hinar ýmsu út­færsl­ur sam­komutak­mark­ana seg­ir Þórólf­ur að sam­komutak­mark­an­ir geti ekki hætt að gera gagn, sama hversu rúm­ar þær eru. 

Geta sam­komutak­mark­an­ir hætt að virka ef þær eru of rúm­ar og þá jafn­vel hægt að sleppa þeim? Ef tak­mark­an­ir miða kannski við þúsund eða 5 þúsund manns, get­ur það hrein­lega hætt að bera ár­ang­ur?

„Nei, maður get­ur ekki sagt neitt til um það. Það má í raun bara segja að því rýmri sem tak­mark­an­irn­ar eru, það er að segja því fleiri sem koma sam­an, því meiri lík­ur eru á að smit dreif­ist. Það eru í raun eng­in skil í því, maður get­ur ekki sagt að fyr­ir ofan eða neðan ein­hverja tölu séu tak­mark­an­irn­ar hætt­ar að virka, það er ekki al­veg þannig.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka