Eldgosið staðið yfir í fimm mánuði

Í dag eru fimm mánuðir síðan að eld­gos hófst í Geld­inga­dal við Fagra­dals­fjall þann 19. mars. Þá hafði jarðskjálfta­hrina staðið yfir á Reykja­nesi um þriggja vikna skeið. Sam­kvæmt Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands má skipta gos­inu í fjög­ur tíma­bil.

Fyrsta tíma­bilið stóð í um tvær vik­ur og ein­kennd­ist af frem­ur stöðugu hraun­rennsli.

Annað tíma­bilið, sem einnig stóð í tvær vik­ur, ein­kennd­ist af opn­un nýrra gosopa norðan við upp­haf­legu gíg­ana. Hraun­rennsli var þá nokkuð breyti­legt.

Þriðja tíma­bilið stóð í tvo og hálf­an mánuð og endaði í lok júní. Hraun­rennsli var lengst af nokkuð stöðugt og rann ým­ist í Geld­inga­dali, Mera­dali eða Nátt­haga.

Fjórða tíma­bilið hófst síðan í lok júní. Það ein­kenn­ist af kviðukenndri virkni. Hraun­rennsli virðist hafa sveifl­ast tölu­vert á þessu tíma­bili.

Á vef stofn­un­ar­inn­ar seg­ir að eld­gosið sé um margt frá­brugðið þeim gos­um sem hafa orðið und­an­farna ára­tugi, sem flest hafi átt upp­tök í kviku­hólf­um und­ir meg­in­eld­stöðvum þar sem þrýst­ing­ur í hólf­inu og stærð þess réði mestu um stærð og lengd goss. Í Fagra­dals­fjalli virðist sem að aðstreym­isæðin og eig­in­leik­ar henn­ar ráði mestu um kvikuflæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert