Íslendingur metinn ósakhæfur í Kaliforníu

Daníel var handtekin að morgni 18. maí við heimili stjúpföður …
Daníel var handtekin að morgni 18. maí við heimili stjúpföður hans í Ridgecrest í Kaliforníu. Við hlið hans var lík Kathryn Pham, sem var 21 árs, en Daníel er grunaður um að hafa orðið henni að bana. AFP

Bandarískur dómari úrskurðaði í gær íslenskan karlmann, sem er grunaður um morð í Kaliforníuríki, ósakhæfan. 

Maðurinn, Daníel Gunnarsson, var handtekinn í maí sakaður um að hafa myrt konu í Ridgecrest. Fram kemur á vefnum KGET.com að dómarinn meti sem svo að ekki sé hægt að rétta yfir honum.

Daníel, sem er 21 árs gamall, verður fluttur á sjúkrastofnun þar sem hann mun hljóta viðeigandi aðhlynningu.

Ekki sýnt nein viðbrögð

Fram kemur að verjendur Daníels hafi gert tilraun til að ræða við hann í fangelsinu en hann hafi ekki sýnt nein viðbrögð. 

Almennt er hugtakið ósakhæfir brotamenn notað yfir manneskjur sem fremja glæp en geta ekki talist ábyrgar gjörða sinna því þær voru mjög andlega veikar þegar glæpurinn var framinn, að því er segir á réttindagátt Geðhjálpar.

Fyrst var greint frá málinu á vef DV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert