SOS Barnaþorp sendir hjálp

St. Anne kikrja í Chardonnieres í Haítí.
St. Anne kikrja í Chardonnieres í Haítí. AFP

SOS Barnahjálp á Íslandi haf ákveðið að senda fjármagn til SOS á Haítí vegna jarðskjálftans að stærðinni 7,2 sem reið yfir á laugardagskvöld þar í landi. Samtökin hafa hrundið af stað neyðarsöfnun vegna ástandsins sem skapast hefur á Haítí.

Fram kemur á heimasíðu SOS Barnaþorpa að í forgangi sé að sjá fólki fyrir vatni, mat og húsaskjóli.

SOS hefur opnað barnvæn svæði þar sem börnin fá grunnþörfum sínum mætt, þau haft eitthvað fyrir stafni og fengið sálfræði- og læknisaðstoð.

Langt uppbyggingarstarf er framundan enda eru minnst 30.000 manns heimilislaus af völdum skjálftans. SOS hefur m.a. sett saman teymi fagfólks sem er nú að meta þörfina á aðstoð í Les Cayes barnaþorpinu og nágrenni þess. 

Haft er eftir Faimy Carmelle Loiseau, framkvæmdastýra SOS Barnaþorpanna á Haítí, á heimasíðu SOS Barnaþorpa á Íslandi að börn ráfi nú um hamfarasvæðið, börn sem hafa orðið viðskila við foreldra sína eða vita ekki um afdrif þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert