Tók við yfirlýsingu um að uppræta ofbeldi gegn konum

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í gær á móti yfirlýsingu um að uppræta yrði kynbundið og kynferðislegt ofbeldi gegn konum og stúlkum. Yfirlýsingin var afhent forsætisráðherra með rafrænum hætti, að loknum heimsfundi kvennasamtaka og aðgerðasinna sem berjast gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.

Í yfirlýsingunni kemur fram ákall til stjórnvalda um heim allan, alþjóðastofnana og samtaka um að taka höndum saman með þolendum og aðgerðasinnum og byggja á þeirra reynslu þegar kemur að aðgerðum og stefnumótun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Kvennasamtökin segja í yfirlýsingunni að kynbundið ofbeldi takmarkist ekki við kórónuveirufaraldurinn heldur sé viðvarandi samfélagslegur vandi sem eigi sér stað innan sem utan heimila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert