Katrín ruglaðist á grímuskyldu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ari

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra ruglaðist á reglu um grímu­skyldu þegar hún horfði á leik KR og Vík­ings í Lengju­deild kvenna úr áhorf­enda­stúk­unni á Meist­ara­völl­um í gær.

Katrín sem var grímu­laus á leikn­um, sagði við blaðamenn fyr­ir utan Ráðherra­bú­staðinn í dag, að hún hafi hrein­lega haldið að á leik ut­an­dyra, þar sem fjar­lægð á milli fólks væri tryggð, þyrfti ekki að bera grímu. 

Katrín hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir brjóta regl­ur um grímu­skyldu eft­ir að fot­bolti.net greindi frá því að „for­sæt­is­ráðherra hafi mætt á völl­inn en gleymt grím­unni“.

Sagðist Katrínu þykja leiðin­legt að hún hafi brotið regl­urn­ar með þess­um hætti, hún hefði bet­ur lesið yfir leiðbein­ing­ar á covid.is bet­ur fyr­ir leik­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka