„Skýrt að við munum taka við fleirum“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir alveg skýrt að tekið verði á móti fleiri hælisleitendum vegna ástandsins sem nú ríkir í Afganistan. 

Flóttamannanefnd fundaði í dag og vinnur nú að tillögum varðandi móttöku flóttamanna frá Afganistan, sem skilað verður til ráðherra fyrir lok dags að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, formanns nefndarinnar.

Katrín segir sömuleiðis skýrt af hálfu ríkisstjórnarinnar að um mannúðarkrísu í Afganistan sé að ræða og við henni þurfi að bregðast.

Áhyggjur af stöðu kvenna

Þá lagði Katrín fram erindi frá ýmsum aðilum varðandi móttöku flóttafólks frá Afganistan, á ríkisstjórnarfund í dag. Hún segir ríkisstjórnina hafa óskað eftir að flóttamannanefnd kæmi saman og ynni tillögur skömmu eftir að ástandið í Afganistan varð ljóst. 

Aðspurð segist Katrín hafa verulegar áhyggjur af stöðu kvenna í Afganistan og það valda gríðarlegum vonbrigðum að af öllum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sé lengst í land að ná markmiði um jafnrétti kynjanna á heimsvísu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert