Agata Erna sigraði í dansi á Special Olympics

Agata Erna hefur aldeilis rutt brautina fyrir þá sem á …
Agata Erna hefur aldeilis rutt brautina fyrir þá sem á eftir koma.

Agata Erna Jack gerði sér lítið fyrir og kom Íslandi í fyrsta sætið í gær á heimsleikum Special Olympics í Graz í Austurríki.

Er hún ekki aðeins fyrsti íslenski sigurvegarinn heldur einnig fyrsti keppandi Íslands á heimsleikunum. Þannig hefur hún aldeilis rutt brautina fyrir þá sem á eftir koma.

Þátttaka í þessu móti er samstarfsverkefni IF, Special Olympics á Íslandi, DSI og dansfélagsins Hvannar. Þegar valið er á leika Special Olympics er horft til mætingar, áhuga, framfara og félagslegrar hegðunar iðkenda og því eiga allir tækifæri til þátttöku.

Dans var áður sýningargrein á leikum Special Olympics en er nú orðinn viðurkennd keppnisgrein. Agata keppir á formi sem kallast pro-am-aðferðin. Þá dansar hún við kennara en dómararnir dæma þó aðeins frammistöðu Agötu.

Heimsleikarnir voru haldnir í Graz í Austurríki.
Heimsleikarnir voru haldnir í Graz í Austurríki.

Byrjaði að dansa fjögurra ára

Agata er 22 ára Garðbæingur og verður 23 á þessu ári. Hún æfir samkvæmisdansa hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi og á langa sögu að baki í dansíþróttinni.

Agata er með Dandy Walker-heilkenni og því ákvað móðir hennar að mæta með hana á æfingar hjá Hvönn eftir að hún heyrði af danskennara þar, þá var Agata aðeins fjögurra ára gömul.

Kennarinn var Hildur Ýr Arnardóttir. Hún kenndi dans í Öskjuhlíðarskóla og er því vön að vinna með börnum með mismunandi stuðningsþarfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert