Glóandi hraun rennur í Nátthaga

Glóandi hraun rennur á ný í Nátthaga.
Glóandi hraun rennur á ný í Nátthaga. Ljósmynd/mbl.is

Glóandi hraun rennur nú á ný í Nátthaga eins og sjá má á vefmyndavél mbl.is á í dalnum.

„Það virtist hrynja ofan í gíginn í svokölluðu hléi í gærkvöldi. Vel hefur sést í hraunið í dag eftir að það byrjaði að gjósa aftur. Svo virðist sem hraun renni í austur og vestur úr stóra gígnum og niður í Nátthaga,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. 

Gosórói tók að aukast aftur, eftir nokkurra klukkustunda hlé, í gærkvöldi og hraun fór að flæða aftur snemma í morgun. 

Sjá má á vefmyndavél Rúv að nokkur kraftur er í gosinu sem stendur. Böðvar segir að krafturinn í flæðinu sé meiri nú en hefur verið síðustu sólarhringa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert