Styrmir Gunnarsson látinn

Styrmir Gunnarsson.
Styrmir Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, lést í gær á heim­ili sínu við Mar­bakka­braut í Kópa­vogi, 83 ára að aldri, eft­ir bar­áttu við af­leiðing­ar heila­slags snemma á þessu ári.

Styrm­ir fædd­ist í Reykja­vík hinn 27. mars 1938, son­ur Salman­íu Jó­hönnu Jó­hann­es­dótt­ur og Gunn­ars Árna­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Kassa­gerðar Reykja­vík­ur; elst­ur fimm systkina. Eig­in­kona Styrmis var Sigrún Finn­boga­dótt­ir (Bista), dótt­ir Huldu Dóru Jak­obs­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi, og Finn­boga Rúts Valdi­mars­son­ar, bæj­ar­stjóra og alþing­is­manns, en hún lést árið 2016. Þau eignuðust dæt­urn­ar Huldu Dóru, nú verk­efna­stjóra hjá Land­spít­ala, og Hönnu Guðrúnu, pró­fess­or í sýn­inga­gerð við Lista­há­skóla Íslands.

Styrm­ir lauk embætt­is­prófi í lög­fræði frá Há­skóla Íslands 1965. Styrm­ir gaf sig mjög að fé­lags­störf­um, einkum á yngri árum, og var m.a. formaður Orators 1960-61 og formaður Heimdall­ar 1963-66. Hann var vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins 1966-69 og sat í auðlinda­nefnd 1998-2000.

Ritstjórarnir Matthías Johannessen og Styrmir ásamt tveimur fréttariturum Morgunblaðsins á …
Rit­stjór­arn­ir Matth­ías Johann­essen og Styrm­ir ásamt tveim­ur frétta­rit­ur­um Morg­un­blaðsins á lands­byggðinni, f.v. Birni Jóns­syni í Bæ á Höfðaströnd í Skagaf­irði og Sig­urði P. Björns­syni á Húsa­vík, Silla. Morg­un­blaðið

Styrm­ir starfaði mest­alla starfsævi sína á Morg­un­blaðinu. Hann fór raun­ar fyrst að skrifa í blaðið að staðaldri tví­tug­ur að aldri en utan rit­stjórn­ar. Hann hóf svo störf á rit­stjórn sem blaðamaður 2. júní árið 1965 og tók þá þegar að fást við rit­stjórn­ar­skrif í Staksteina og for­ystu­grein­ar blaðsins. Hann varð aðstoðarrit­stjóri 1971 og var ráðinn rit­stjóri 1972, en þar voru fyr­ir þeir Matth­ías Johann­essen og Eyj­ólf­ur Kon­ráð Jóns­son. Þar starfaði hann all­ar göt­ur síðan, á mestu upp­gangs­tím­um blaðsins, allt þar til hann lét af störf­um fyr­ir ald­urs sak­ir 2. júní 2008, ná­kvæm­lega 43 árum eft­ir að hann hóf þar störf. Þá hafði hann verið einn rit­stjóri blaðsins um sjö ára skeið eft­ir að Matth­ías lét af störf­um.

Mynd frá árinu 1977, Styrmir ásamt Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.
Mynd frá ár­inu 1977, Styrm­ir ásamt Geir Hall­gríms­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/Ó​laf­ur K. Magnús­son

Styrm­ir lét sig þjóðmá­laum­ræðu miklu varða og átti trúnaðar­menn þvert á all­ar flokkslín­ur, þrátt fyr­ir að skoðanir hans færu alla tíð að mestu sam­an við stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Styrm­ir lét þó ekki af ritstörf­um og virkri þátt­töku í þjóðmá­laum­ræðu eft­ir að hann hvarf úr rit­stjóra­stóli Morg­un­blaðsins. Eft­ir hann liggja og all­nokkr­ar bæk­ur, all­ar um stjórn­mála­sögu lands­ins nema ein, Ómunatíð, sem er fjöl­skyldu­saga um geðsjúk­dóm eig­in­konu hans og vakti mikla at­hygli, en Styrm­ir lét sig geðheil­brigðismál ávallt miklu varða.

Jafn­framt ritaði hann áfram viku­lega og mikið lesna pistla í Morg­un­blaðið. Sá síðasti þeirra birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag á blaðsíðu 28 og var það eitt hinsta verk Styrmis í gær að senda hann til blaðsins.

Morg­un­blaðið og gaml­ir sam­starfs­menn þakka fyr­ir far­sæla og heilla­drjúga sam­fylgd og leiðsögn í 56 ár og er fjöl­skyldu Styrmis vottuð inni­leg samúð.

Ritstjórar Morgunblaðsins. Matthías Johannessen, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Eyjólfur Konráð …
Rit­stjór­ar Morg­un­blaðsins. Matth­ías Johann­essen, Sig­urður Bjarna­son frá Vig­ur, Eyj­ólf­ur Kon­ráð Jóns­son og Styrm­ir. Morg­un­blaðið
Standandi frá vinstri: Ingvi Hrafn Jónsson, Stefán Halldórsson og Magnús …
Stand­andi frá vinstri: Ingvi Hrafn Jóns­son, Stefán Hall­dórs­son og Magnús Sig­urðsson. Sitj­andi frá vinstri: Styrm­ir Gunn­ars­son, Eyj­ólf­ur Kon­ráð Jóns­son og Arn­ór Ragn­ars­son. mbl.is/Ó​laf­ur K. Magnús­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert