54 smit innanlands – 31 í sóttkví

Skimun fyrir Covid-19.
Skimun fyrir Covid-19. mbl.is/Oddur

Fimmtíu og fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands í sýna­töku í gær, sam­kvæmt upp­færðum töl­um á upp­lýs­inga­vef Land­lækn­is. Þar af var 31 í sóttkví við greiningu eða rúm 57 prósent og 23 greindust utan sóttkvíar.

Af smituðum sem greindust síðastliðinn sólarhring eru 33 fullbólusettir og 21 óbólusettir.

2.838 sýni voru tekin í gær og er hlutfall jákvæðra sýna 1,9 prósent.

Alls eru nú 2.015 í sótt­kví, 950 í skimunarsóttkví og 1.019 í ein­angr­un. Í gær voru 2.167 í sótt­kví og 1.102 í ein­angr­un.

Tvö landamærasmit

42 greindust í einkennasýnatökum og tólf í sóttkvíar- og handahófssýnatökum 

Sami fjöldi er á sjúkrahúsi og gjörgæslu og í gær með Covid-19, það er 22 á sjúkrahúsi, þar af sjö á gjörgæslu.

Tveir greindust með Covid-19 við landamæraskimun þar sem annar var fullbólusettur en hinn óbólusettur. 

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert