Íslendingar í danskri vél frá Afganistan

Flugvél frá SAS flutti 131 einstakling til Danmerkur frá Afganistan.
Flugvél frá SAS flutti 131 einstakling til Danmerkur frá Afganistan. AFP

131 farþegi er lentur í Danmörku með öryggisflugi frá Islamabad í Pakistan. Í fluginu voru bæði embættismenn og 90 flóttamenn frá Afganistan, þar á meðal þeir einstaklingar sem dönsk yfirvöld hafa aðstoðað Ísland og Svíþjóð við að forða frá Afganistan.

Utanríkisráðuneytið staðfesti í viðtali við mbl.is að Íslendingarnir sem um ræddi væru hjón og börn þeirra.

Ráðuneytið hefur verið í stöðugu sambandi við þrjár íslenskar fjölskyldur í Kabúl og nú er þá ein þeirra komin til Danmerkur. Næsta skref verður að koma þeim þaðan heim til Íslands.

Vitað var um tvo Íslendinga til viðbótar í Kabúl, sem störfuðu fyrir NATO. Annar þeirra hefur verið fluttur af vettvangi en hinn er enn staddur í Kabúl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert