131 farþegi er lentur í Danmörku með öryggisflugi frá Islamabad í Pakistan. Í fluginu voru bæði embættismenn og 90 flóttamenn frá Afganistan, þar á meðal þeir einstaklingar sem dönsk yfirvöld hafa aðstoðað Ísland og Svíþjóð við að forða frá Afganistan.
Utanríkisráðuneytið staðfesti í viðtali við mbl.is að Íslendingarnir sem um ræddi væru hjón og börn þeirra.
Ráðuneytið hefur verið í stöðugu sambandi við þrjár íslenskar fjölskyldur í Kabúl og nú er þá ein þeirra komin til Danmerkur. Næsta skref verður að koma þeim þaðan heim til Íslands.
Vitað var um tvo Íslendinga til viðbótar í Kabúl, sem störfuðu fyrir NATO. Annar þeirra hefur verið fluttur af vettvangi en hinn er enn staddur í Kabúl.
Evakueringsflyet fra Islamabad til København, der landede for kort tid siden, medbragte 131 passagerer.
— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) August 22, 2021
På flyet var både evakuerede og myndighedspersoner, samt personer som vi fra dansk side har assisteret Sverige og Island med at evakuere.
I alt 90 evakuerede på flyet.#dkpol
Glad to meet with Ambassador Farooq, @PAKAMBDK 🇵🇰
— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) August 21, 2021
Thank you to #Pakistan and Ambassador Farooq for outstanding assistance to the Danish evacuation operation working out of Islamabad to bring Danes and Afghans out of Kabul. pic.twitter.com/j6sTCUmppH