Virkum smitum fækkar um 90

Virkum Covid-19 smitum hér á landi hefur fækkað um 90 á milli daga.

Í dag eru 1.020 virk smit, þar af eru 244 börn með virkt smit. 

Alls liggja nú 24 sjúklingar inni á Landspítala með Covid-19, engir þeirra eru metnir rauðir í áhættumati spítalans en 24 einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit.

17 sjúklingar liggja á bráðalegudeildum spítalans og eru sjö þeirra óbólusettir. 

Þá eru sjö á gjörgæslu og eru þrír óbólusettir. Fimm eru í öndunarvél og eru tveir þeirra óbólusettir.

Meðalaldur innlagðra er 62 ár.

Tölfræði Landspítala frá upphafi þriðju bylgju faraldursins: 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert