62 smit innanlands – 27 í sóttkví

Maður gengur fram hjá sýnatökubíl í borginni Los Angeles í …
Maður gengur fram hjá sýnatökubíl í borginni Los Angeles í Kaliforníu. AFP

62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 27 í sóttkví, eða rúm 43%. Þetta kemur fram á Covid.is. 21 er á sjúkrahúsi, sem er einum færra en í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær. 956 manns eru núna í einangrun, sem er fækkun um 63 á milli daga. 

Þá fækkar um 184 í sóttkví frá því í gær og eru þeir núna 1.831 talsins. 

Á landamærunum greindust ellefu með veiruna. Beðið er eftir mótefnamælingu í átta tilfellum en þrír voru með virkt smit eftir fyrri skimun. 

Tekin voru 3.582 sýni. Þar af voru 1.298 sýni tekin vegna einkenna og 1.554 á landamærunum. 

Á höfuðborgarsvæðinu eru 685 í einangrun, 59 á Suðurnesjum og 47 á Suðurlandi. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert