Aftur hætta á verkfalli flugumferðarstjóra

Arnar Hjálmsson segir viðræður við Isavia hjá ríkissáttasemjara hafa skilað …
Arnar Hjálmsson segir viðræður við Isavia hjá ríkissáttasemjara hafa skilað litlum árangri. Ljósmynd/Samsett

Viðræðum flugumferðarstjóra og Isavia í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk í kvöld (sunnudag) án þess að sátt næðist og strönduðu viðræður á kröfu flugumferðarstjóra um vinnutíma. Annar fundur í deilunni hefur verið boðaður á morgun.

„Þetta mjakaðist lítið áfram í dag,“ hefur Vísir eftir Arnari Hjálmssyni, formanni Félags íslenskra flugumferðarstjóra. „Þetta hefur strandað á vinnutímamálum. Það er búið að vera okkar helsta og fyrsta krafa síðan viðræður byrjuðu í febrúar.“

Hann segir að fundað verði með trúnaðarráði félagsins á morgun (mánudag) og þar verði meðal annars sóst eftir því að endurnýja umboð til að kalla til verkfalls ef tilefni þykir til. Arnar kveðst ekki vilja greina frá því hvað felst í frekari verkfallsaðgerðum.

Tillaga um fimm sjálfstæðar vinnustöðvanir var síðast samþykkt 9. ágúst en ekkert varð úr þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka